Velkomin(n) á sérfæðivefsíðuna

 

Þessi síða er sett upp með það í huga að hjálpa foreldrum sem eiga börn með ofnæmi, óþol eða sykursýki. Þegar börn greinast með fæðuofnæmi eða fæðuóþol geta aðstandendur fundið fyrir auknu álagi og jafnvel kvíða fyrir því að þurfa að vera á stöðugu varðbergi gagnvart því hvað börnin borða. Þess vegna eru hér settar inn upplýsingar um hvert sérfæði fyrir sig og uppskriftir tengdar því.

 

Það getur verið erfitt að breyta um lífsstíl og því er nauðsynlegt að kynna sér vel hvernig sérfæði barnið þarf.

 

Það er erfitt að vera barn og mega ekki fá það sama og aðrir. Barn sem er með fæðuofnæmi fer t.d. í afmæli og allir fá súkkulaðiköku, nema barnið og það þarf því að fá eitthvað annað. Í tilfellum sem þessum væri t.d. hægt að bjóða upp á köku sem hentar þeim börnum sem eru með ofnæmi.

 

Vefsíðan inniheldur upplýsingar um eggjaofnæmi, glútenóþol, hveitiofnæmi, sykursýki, mjólkurofnæmi/óþol og skyndihjálp við ofnæmum. Ásamt uppskriftum sem henta fyrir hvert atriði fyrir sig.

 

Nauðsynlegt er að lesa vel allar innihaldslýsingar, þegar um er að ræða fæðuofnæmi, fæðuóþol eða sykursýki.

 

Það er von höfundar að þessar upplýsingar sem er að finna á þessari vefsíðu eigi eftir að gagnast öllum sem þurfa á þeim að halda og auki lífsgæði þeirra sem þurfa sérfæði, því það er vel hægt að borða brauðmeti þrátt fyrir fæðusjúkdóma og sykursýki.

 

Vinsamlegast athugið að þeir sem eru að skoða þessa síðu í eldri útgáfu af Internet Explorer, þ.e. 7.0 er bent á að uppfæra í nýjustu útgáfu 8.0

Hér má nálgast uppfærsluna

 

 

 

Hvað viltu finna?

Könnun mánaðarins

Hefur þú bakað úr glútenlausu hveiti ?
 

Mest lesið


Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79
Það eru 3 gestir á síðunni núna