Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_stats/helper.php on line 106
Innlit : 110543

Eggjaofnæmi

Eggjaofnæmi er algengt um allan heim og egg eru undirstaða í mörgum matvælum. Það er fyrst og fremst eggjahvítan sem veldur ofnæmi.


Eggjaofnæmi greinist oft hjá ungum börnum og er algengt að það eldist af þeim. Þegar barn greinist með eggjaofnæmi er mikilvægt að forðast allt sem inniheldur egg og eggjaduft.

Mikilvægt er að fræða barnið um ofnæmið um leið og það hefur aldur til svo það geti sem fyrst farið að gæta sín hvað þetta varðar.


Einkennin eru í flestum tilfellum bráðaofnæmi sem lýsir sér þannig að innan nokkurra mínútna, eða á innan við tveimur tímum, koma fram einkenni, sem geta verið: roði, kláði, bjúgur og jafnvel ofsakláði með útbrotum um líkamann.


Almenn einkenni eru ógleði, uppköst og niðurgangur, þroti, kláði og rennsli úr augum, nefrennsli og í sumum tilfellum astmi.


Mjög lítið magn af eggjum í fæðu þarf til þess að kalla fram ofnæmisviðbrögð. Oft er nóg að brauð sé penslað með eggi. Hiti getur stundum haft áhrif á eiginleikana í egginu sem veldur því að sum börn geta borðað pönnukökur.


Nauðsynlegt er að greina sjúkdóminn svo hægt sé að meðhöndla hann rétt. Því þarf að fara til ofnæmislæknis sem gerir húðpróf eða tekur blóðprufu hjá barninu. Einnig er mikilvægt að geta sagt lækninum frá sjúkrasögu barnsins og jafnvel sýnt lækninum matardagbók.


Meðferð hjá börnum með eggjaofnæmi er einfaldlega sú að forðast allt sem inniheldur egg og eggjaduft. Til þess að það sé hægt þarf að lesa vel á allar innihaldslýsingar og þá er gott að kunna erlend heiti yfir egg.


Íslenska: Egg, eggjahvíta, eggjarauða og eggjaduft.
Enska: Egg, egg white, egg yolk og egg powder.
Danska: Æg, æggehvide, æggeblomme og tøræg.
Norska: Egg, eggehvite, eggeplomme og eggepulver.
Sænska: Ägg, äggvita, ägg röd og äggpulver.
Spænska: Huevo, la clara de huevo, huevo rojo og polvo de huevo.

 


Við bakstur gegna egg mikilvægu hlutverki. Eggið er notað til þess að binda deigið saman, gera það léttara í sér og lyfta því. Því er nauðsynlegt að nota eitthvað annað í stað eggja í bakstur, til dæmis banana, bananamauk, mjólkurbrodd (fæst í Kolaportinu), hörfræ, sojamjöl og eggjalíki.

 


Hér fyrir neðan er að finna uppskriftir sem henta vel einstaklingum með eggjaofnæmi.




Heimild:
Eggjaofnæmi, Stóra bakstursbókin og Nya barnallergiboken.

Sía     Sýna # 
# Titill Höfundur Innlit
1 Súkkulaðikaka Sara Björk Kristjánsdóttir 5020
2 Kanilsnúðar Sara Björk Kristjánsdóttir 1541
3 Súkkulaðikökur Sara Björk Kristjánsdóttir 1454
4 Sykurpúðamús Sara Björk Kristjánsdóttir 1890
5 Bananahnetumuffins Sara Björk Kristjánsdóttir 1171
6 Skyrkaka Sara Björk Kristjánsdóttir 6115
7 Vöfflur Sara Björk Kristjánsdóttir 1723
8 Skúffukaka Sara Björk Kristjánsdóttir 1814
9 Bananabrauð Sara Björk Kristjánsdóttir 1932
 

Hvað viltu finna?

Mest lesið


Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79