Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_stats/helper.php on line 106
Innlit : 110541

Glútenóþol

Glútenóþol er arfgengur þarmasjúkdómur sem getur lagst á börn og fullorðna. Hann uppgötvast oft þegar barnið þyngist ekki eða er með viðvarandi óþægindi í maganum.

 

Helstu einkennin eru þau að börn vaxa hægar en eðlilegt þykir eða auka ekki þyngd sína. Eins getur húðerting, kláði, slæmt skap, niðurgangur eða hægðatregða verið hluti af einkennum glútenóþols.

 

Þarmarnir eiga erfiðara með það að vinna úr næringarefnum og það leiðir til lágs blóðþrýstings og skorts á vítamínum og kalki. Vandamál tengd húð, vöðvum og beinum eru einnig hluti af einkennum glútenóþols.

 

Fullorðnir fá oft meiri og skýrari einkenni en börn og getur því tekið lengri tíma fyrir börnin að fá greiningu á sjúkdómnum.

 

Glútenóþol uppgötvast oftast þegar börn byrja að borða fasta fæðu. Hjá fullorðnum kemur það oft fram við andlegt eða líkamlegt álag.

 

Glútenóþol er staðfest með rannsókn á blóð- eða hægðasýni. Glúten er prótein sem finnst í hveiti, spelti, byggi, höfrum og rúgi.

 

Við bakstur úr mjöli sem inniheldur glúten verður til þétt net af sveigjanlegum glútenþráðum. Netið gerir deigið stöðugt og umlykur einnig gas sem verður til við hefingu. Við bakstur stífnar netið, brauðið lyftir sér, verður létt og loftkennt en einnig örlítið seigt undir tönn.

Því er hægt að kalla glúten burðargrind brauðsins.

 

Hægt er að gera glútenlaust brauð þéttara með því að setja út í það husk, en það er mjög trefjaríkt og því gott fyrir meltinguna. Einnig er mikilvægt að hnoða vel deigið og jafnvel er gott að nota brauðvél, því þá verður brauðið safaríkara, þéttara og minni hætta á því að það molni.

 

Nauðsynlegt er að forðast alla fæðu sem inniheldur glúten, fara vel yfir allar innihaldslýsingar og finna aðra matvöru sem hægt er að nota í staðinn.

 

Hér fyrir neðan er að finna uppskriftir sem henta vel einstaklingum með glútenóþol.

 

Heimild:
Glutenfri mat
en grunnbok og Stóra bakstursbókin.

Sía     Sýna # 
# Titill Höfundur Innlit
1 Formbrauð Sara Björk Kristjánsdóttir 3048
2 Berjabaka Sara Björk Kristjánsdóttir 2143
3 Pönnukökur Sara Björk Kristjánsdóttir 2235
4 Crepes Sara Björk Kristjánsdóttir 1858
5 Eplakaka Sara Björk Kristjánsdóttir 2677
6 Svampterta Sara Björk Kristjánsdóttir 2069
7 Formkaka Sara Björk Kristjánsdóttir 1856
8 Pítsa Sara Björk Kristjánsdóttir 2630
 

Hvað viltu finna?

Mest lesið


Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79