Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_stats/helper.php on line 106
Innlit : 110543

Hveitiofnæmi

Hveitiofnæmi er ekki það sama og glútenóþol, þó svo að fólk þurfi að mestu að varast sömu matvælin. Sá sem er með glútenóþol þarf að varast mun fleiri korntegundir en þeir sem eru með hveitiofnæmi.

Þeir sem hafa hveitiofnæmi verða að gæta þess að lesa alltaf innihaldslýsingar því mögulegt er að framleiðandinn  breyti innihaldinu.


Fólk með hveitiofnæmi má ekki borða spelt og verður að varast hveitisterkju.


Hveiti er að finna í mjög mörgum matvörum; t.d. áleggstegundum, unnum kjötvörum, fiskivörum, sinnepi, remúlaði, hakki, lakkrís, karamellum, rúgbrauði, kökum, kexi og pasta, svo eitthvað sé nefnt.


Hveiti er undirstaða í bakstri og vandasamt er að baka án þess að nota það. Útlit og bragð af bakstri án hveitis er öðruvísi en af venjulegum bakstri sem inniheldur hveiti.


Gott getur verið að bæta út í brauðuppskriftir rifnum gulrótum og/eða púðursykri.


Þær mjöltegundir sem hægt er að nota í stað hveitis eru: Hrísmjöl, sojamjöl, maísmjöl og kartöflumjöl.

 

1 dl af hveiti samsvara;

7/8 af hrísmjöli eða 5/8 af kartöflusterkju eða 1 dl sojamjöl eða 1 dl af maísmjöl.


Einstaklingar með hveitiofnæmi geta notað ger en þurfa að nota vínsteinslyftiduft í stað venjulegs lyftidufts, þar sem lyftiduft inniheldur hveiti.


Munið að lesa vel innihaldslýsingar.

 

Eftirtaldar tegundir innihalda allar hveiti:

Bulgur, drumhveiti, kúskús, heilhveiti, grahamsmjöl, hveitikjarnar, hveitikím, hveitimjöl, hveitiprótein, hveitisterkja, malt, mjöl, umbreytt sterkja, núðlur, pasta, rasp, semonlina, spelti og jurtaprótein.

 
Hér fyrir neðan er að finna uppskriftir sem henta vel einstaklingum með hveitiofnæmi.


Heimild:
Fæðuofnæmi og fæðuóþol.

Sía     Sýna # 
# Titill Höfundur Innlit
1 Súkkulaði-bananamúffur Sara Björk Kristjánsdóttir 2290
2 Kryddbrauð Sara Björk Kristjánsdóttir 1931
3 Litlar pítsur Sara Björk Kristjánsdóttir 1539
4 Hnetutoppar Sara Björk Kristjánsdóttir 1295
5 Smákökur Sara Björk Kristjánsdóttir 1702
6 Súkkulaðikaka Sara Björk Kristjánsdóttir 1477
7 Ágúst kaka Sara Björk Kristjánsdóttir 1440
8 Bollur Sara Björk Kristjánsdóttir 2767
 

Hvað viltu finna?

Mest lesið


Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79