Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_stats/helper.php on line 106
Innlit : 109734

Mjólkurofnæmi

Mjólkurofnæmi

Mjólkurofnæmi stafar af próteini sem finnst í mjólk og mjólkurvörum. Stór eða lítill skammtur af mjólkinni veldur sömu einkennum og þau koma fljótt í ljós. Einkennin eru í flestum tilfellum bólga í munni og vörum, magaverkir, niðurgangur, uppköst og útbrot.

Mjólkurprótein finnst ekki aðeins í mjólkinni heldur einnig í osti, mysing og matvörum sem innihalda mjólkurduft. Því er mikilvægt að lesa vel allar innihaldslýsingar á matvörum.

Ef það er minnsti grunur um mjólkurofnæmi, þá er mikilvægt að fara í ofnæmispróf.

Nauðsynlegt er að taka inn kalk þegar einstaklingar eru með mjólkurofnæmi. Ýmsar fæðutegundir eins og hnetur, fíkjur, sesamfræ og spínat eru kalkauðugar.

 

 

Mjólkurpróteinóþol

Þeir sem eru með mjólkurpróteinóþol þola ekki borða neitt sem inniheldur mjólk. Einkenni eru frá blóðrás, maga, þörmum, húð og öndunarfærum. Oft er erfitt að greina þessi einkenni frá ofnæmisviðbrögðum.

 

 

Mjólkursykuróþol

Mjólkursykursóþol kallast það þegar líkamann skortir ensím sem kallast laktasi (lasktase) en það brýtur niður mjólkursykurinn (laktose). Mjólkursykuróþol veldur ýmsum einkennum; vindgangi, lofti í maga, uppþembu, magaverkjum og niðurgangi.

Misjafnt er hversu mikinn mjólkursykur einstaklingurinn þolir. Ein leiðin er sú að er að prufa sig áfram og komast þannig að því hver þolmörkin eru. Flestir þola eitt glas af mjólk og eina ostasneið daglega.

Sjúkdómar, bráðasýking, skurðaðgerðir eða aðrir skaðar á þörmunum geta verið ástæðan fyrir takmörkun á laktasaensíminu.

 

 

Erfitt er að greina mismuninn á milli óþols og ofnæmis, því einkenni eru mjög lík.

 

Við bakstur má nota hrísmjöl, sojamjöl, haframjöl, smjörlíki, matarolíu, ávaxtasafa eða öl í staðinn fyrir mjólk eða mjólkurafurðir. Í staðinn fyrir rjóma er hægt að nota glassúr, suðusúkkulaði, flórsykur, kakó, sultu eða jafnvel ávaxtamauk.

 

Hér fyrir neðan er að finna uppskriftir sem henta vel einstaklingum með mjólkurofnæmi/óþol.Heimild:
Kokebok for dig som ikke tåler melk og Stóra bakstursbókin.

Sía     Sýna # 
# Titill Höfundur Innlit
1 Gulrótarkaka Sara Björk Kristjánsdóttir 1373
2 Piparkökur Sara Björk Kristjánsdóttir 1026
3 Fyllt horn Sara Björk Kristjánsdóttir 1535
4 Múffur Sara Björk Kristjánsdóttir 1580
5 Bananakaka Sara Björk Kristjánsdóttir 2234
6 Rúnstykki Sara Björk Kristjánsdóttir 2498
7 Vöfflur Sara Björk Kristjánsdóttir 1486
8 Snickerskaka Sara Björk Kristjánsdóttir 4738
9 Heimsins besta Sara Björk Kristjánsdóttir 1597
10 Gulrótarmúffur Sara Björk Kristjánsdóttir 2101
 

Hvað viltu finna?

Mest lesið


Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79