Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_stats/helper.php on line 106
Innlit : 110537

Skyndihjálp

Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Skyndihjálp er aðstoð sem fólk veitir einstaklingi sem er slasaður eða veikur. Þess vegna er bráðahjálp veitt þar til læknishjálp fæst, ef hennar er þörf. Sú aðstoð getur skipt sköpum og skilið á milli lífs og dauða. Skyndihjálp getur einnig nýst manni sjálfum. Nauðsynlegt er að kunna að bregðast rétt við ofnæmisviðbrögðum og mikilvægt er að fræða nána ættingja, vini og aðra sem koma að umönnun barns, um það hvernig eigi að bregðast við ofnæmi þess eða sykursýki.

 

Til er neyðarpenni sem heitir EpiPen og þurfa þeir sem eru með ofnæmi að bera slíkan penna á sér. Penninn inniheldur adrenalín sem stöðvar ofnæmisviðbrögðin tímabundið. Hægt er að sprauta með pennanum í gegnum föt og er þá sprautað í utanvert lærið. Til eru tvenns konar pennar; fyrir fullorðna og fyrir börn. Ráðlagt er að nota EpiPen fyrir börn þar til þau hafa náð um það bil 30 kílóa líkamsþyngd. Nauðsynlegt er að nota pennann ef bráðofnæmi kemur upp. Það er hættulegt að hika og því er gagnlegt að vera vel upplýstur.

 

MedicAlert er kerfi sem sett er upp fyrir fólk með ofnæmi og alvarlega sjúkdóma. Fólk ber á sér plastspjald, armband eða hálsmen sem veitir nauðsynlegar upplýsingar fyrir hvern þann sem getur þurft að veita beranda þess skyndihjálp. MedicAlert samtökin eru rekin án ágóða og í flestum tilfellum í sjálfboðavinnu. Hægt er að skrá sig í kerfið hjá lækni.

 

Ráðlagt er að hringja í 112 ef langt er á næsta sjúkrahús. Adrenalínið úr neyðarpennanum virkar í 20 - 30 mínútur og eftir það geta einkenni komið fram aftur.


Meðferð við bráðaofnæmi:

  1. Færa sjúklinginn frá þeim stað þar sem hann fékk bráðaofnæmið.
  2. Finna EpiPen ef sjúklingurinn á hann.
  3. Hringja í 112.
  4. Halda ró sinni.


Heimild: Eggjaofnæmi bæklingur, MedicAlert og Rauði kross Íslands

 

Hvað viltu finna?

Mest lesið


Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79