Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_stats/helper.php on line 106
Innlit : 110536

Sykursýki

Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur og greinist í tvær tegundir. Tegund 1 og tegund 2.

 

Einstaklingar með tegund 1 af sykursýki skortir insúlín í líkamann. Ónæmiskerfið í líkamanum eyðir betafrumum hjá þeim sem eru með sykursýki 1.

 

Ónæmiskerfið skynjar insúlínfrumur sem framandi frumur og eyðileggur þær. Hvers vegna þetta gerist er ekki enn vitað. Án insúlíns starfar líkaminn ekki rétt.

 

Einkenni hjá einstaklingum með tegund 1, eru þorsti, kláði, slappleiki, léleg matarlyst, þyngdartap og léleg sjón.

 

Ef minnsti grunur leikur á því að einstaklingur sé með sykursýki er nauðsynlegt að hann leiti til læknis, þar sem sykursýki er lífshættulegur sjúkdómur.

Sykursýki getur greinst á hvaða aldri sem er. Sjúkdómurinn gerir oft vart við sig þegar börn fara á kynþroskaskeiðið, stelpur á aldrinum 10-12 ára og strákar á aldrinum 12-14 ára.

 

Einstaklingar með tegund 2 af sykursýki framleiða of lítið af insúlíni.

Tegund 2 af sykursýki er oftast kölluð fullorðinssykursýki.

Nauðsynlegt er að gæta vel að mataræði og stunda reglulega hreyfingu.

Einkenni hjá einstaklingum með tegund 2 eru óskýr sjón, þorsti, tíð þvaglát og þreyta.

 

Sykursýki er sjúkdómur sem hægt er að lifa með. En það er nauðsynlegt fyrir sykursjúka að borða rétt, hreyfa sig og taka lyf. Þeir þurfa að eiga blóðsykursmæli svo þeir geti fylgst með blóðsykrinum og eins er gott fyrir þá að halda matardagbók. Báðar tegundirnar af sykursýki eru arfgengar.

Hægt er að nota ávaxtasykur, ávaxtamauk og agave sýróp í staðinn fyrir hefbundinn sykur.

 

Hér fyrir neðan er að finna uppskriftir sem henta vel einstaklingum með sykursýki.

 

Heimild:
Diabetes for livet, Lýðheilsustöðin og Uppeldi 13. tbl. 2. árg.

Sía     Sýna # 
# Titill Höfundur Innlit
1 Smoothie ís Sara Björk Kristjánsdóttir 1167
2 Hátíðasúkkulaðikaka Sara Björk Kristjánsdóttir 2071
3 Bollubrauð Sara Björk Kristjánsdóttir 1759
4 Kanilsnúðar Sara Björk Kristjánsdóttir 2111
5 Engifersmákökur Sara Björk Kristjánsdóttir 1971
6 Sítrónuskyrbúðingur með jarðaberjum Sara Björk Kristjánsdóttir 1258
7 Gulrótarkaka Sara Björk Kristjánsdóttir 1993
8 Súkkulaðisnarl Sara Björk Kristjánsdóttir 1789
9 Ávaxtaíspinnar Sara Björk Kristjánsdóttir 3309
 

Hvað viltu finna?

Mest lesið


Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79

Warning: Creating default object from empty value in /home/s1110814179/M19LA34Y/htdocs/net/serfaedi/www/site/modules/mod_mostread/helper.php on line 79